fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Léttstrætóar og samgöngumiðstöð

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. september 2010 22:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugmyndir borgarstjórnar um létt-strætisvagna sem ganga ótt og títt um Miðborgina er mjög athyglisverð. Reyndar mætti vel athuga að hafa slíkt létt-strætóakerfi víða um borgina. Stærri vagnar gætu kannski gengið á álagstímum, minni vagnar þegar færra fólk er að ferðast.

Íslendingar sem hafa ferðast erlendis hafa kynnst strætisvagnakerfum af þessu tagi, til dæmis í Bodrum í Tyrklandi.

Verði þetta að veruleika er rætt um að Hlemmurinn hætti að vera miðstöð strætisvagnaumferðar í vesturborginni heldur verði það BSÍ. Þá mætti jafnvel hugsa sér að Hlemmurinn þróaðist smátt og smátt í það að vera almennilegt torg, en ekki þessi dapri staður sem nú er. Þá þyrfti að rífa forljótt strætisvagnaskýlið sem er á miðjum Hlemminum.

En hvað varðar strætisvagna er þetta eðlilegra, því þannig næst tenging við umferð langferðabifreiða.

Það eru gerðar miklar kröfur til Besta flokksins um að gera róttækar breytingar í Reykjavík. Hann getur ekki starfað eins og hinir flokkarnir sem eru samdauna kerfinu og eru afar svifaseinir. Páll Hjaltason, formaður skipulagsnefndar, talaði einmitt í þessa veru í viðtali við Fréttablaðið í síðustu viku.

Eitt af því sem hlýtur að þurfa að skoða í þessu sambandi er samgöngumiðstöðin svokallaða við Reykjavíkurflugvöll. Þetta hefur verið hjartans mál Kristjáns Möller samgönguráðherra, en það var forveri hans sem samdi upphaflega um samgöngumiðstöðina við R-listann. Það hefur verið látið eins og húsið verði notað í annað ef Reykjavíkurvöllur verður lagður niður.

Kannski hefur borgarfulltrúum fundist að það væri hvort eð er búið að vinna slík spjöll í Vatnsmýrinni – að eitt stórhýsi til skipti engu máli.

En það er ljóst að samgöngumiðstöðin verður aldrei miðpunktur fyrir umferð strætisvagna og varla langferðabifreiða heldur. Og það er líka ljóst að flugumferð er að minnka verulega – nú er fólk farið að keyra unnvörpum til Vestmannaeyja, það er komið malbik alla leið til Ísafjarðar og flugið er líka ansi dýrt.

Kristján Möller virðist vera á leið úr ríkisstjórn og það er ekki ósennilegt að þetta hugsjónamál hans fari um leið út um gluggann. Kristján gæti líka orðið fyrir öðrum vonbrigðum, því þá eru varla horfur á að hann fái að baða sig í frægðarljóma í heimabyggð sinni nyrðra þegar Héðinsfjarðargöng verða opnuð.

En það eru reyndar teikn á lofti um að Kristján ætli ekki að fara þegjandi og hljóðalaust úr ráðuneytinu. Jón Bjarnason hefur líka sýnt að það skilar ágætum árangri að streitast á móti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“