Það eru margar samsæriskenningar um 11/9. Lengi tröllriðu þær internetinu, en það er kannski aðeins farið að hljóðna um þær í seinni tíð.
Það átti að hafa verið CIA sem skipulagði árásirnar – eða gyðingar? Allavega vissu Bush og hans menn af þessu, sagði sagan.
Fidel Castro er með nýja og enn betri útgáfu. Kenning hans er að Osama Bin Laden sé bandarískur flugumaður.
Hvaðan hann hefur það? Jú, hann segist hafa séð það á WikiLeaks.