fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Atli: Makríllinn og tvískinnungurinn

Egill Helgason
Föstudaginn 27. ágúst 2010 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Hermannsson hefur stundum skrifað greinar um sjávarútvegsmál á vefinn undir nafninu Floyde. Ég man eftir skrifum hans á blómatíma Málefnanna, þá var yfirleitt fullt vit í því sem hann sagði. Atli skrifaði grein í Fréttablaðið um makrílveiðar fyrir stuttu. Hann útskýrir stöðuna í málinu ágætlega – og hvaða hagsmunir það eru sem togast þarna á:

— — —

Makríllinn og tvískinnungurinn

Framkvæmdastjóri LÍÚ, Friðrik Jón Arngrímsson, gerði þann 13. ágúst athugasemd við ritstjórnargrein Fréttablaðsins frá því 11. ágúst. Þess efnis að samningsstaða okkar væri örugglega verri, en ekki betri, þegar kemur að því að semja við ESB um hlutdeild í makrílkvótanum ef við værum nú þegar aðilar að ESB. Þetta kann að vera rétt hjá honum. En hafa ber í huga þegar rætt er um skiptingu á milli ríkja á hinum svokölluðu deilistofnum, að makríll er eina tegundin sem ekki er þegar búið að semja um. Það helgast að sjálfsögðu af því hversu stutt er síðan makríllinn fór að venja komur sínar hingað. Þegar er búið að semja um loðnuna, norsk-íslensku síldina og kolmunna.

Þær erlendu útgerðir sem nýtt hafa sér makrílinn í áratugi og skipta kvótanum á milli sín eru eðlilega óánægðar með að við Íslendingar séum farnir að veiða ótæpilega úr „þeirra“ fiskstofni. Því beita þær sjávarútvegsráðherrum sínum gegn sjálftökuveiðum okkar Íslendinga. Þeir bera óánægju sína upp við fiskveiðinefnd ESB sem eðlilega bregst við – enda í vinnu fyrir þá en ekki okkur. En réttur okkar Íslendinga sem strandríkis til veiða úr þeim fiskistofnum sem finnast innan lögsögunnar er engu að síður ótvíræður og því er komin upp staða sem verður að leysa. Sé það skoðun LÍÚ að vænlegra sé að gera það utan ESB aðildar en innan er kannski vissara að gera það fyrr en seinna.

Sagt er að erfiðlega hafi gengið að fá fiskveiðinefnd ESB Common Fisheries Policy að samningaborðinu og er það skiljanlegt. Þeir gætu t.d. verið að velta því fyrir sér; að ef makríllinn færði sig aftur út úr íslensku landhelginni eftir tiltölulega stutta dvöl hér; er klárlega verra fyrir erlendu útgerðirnar að búið sé að semja við okkur um ákveðna hlutdeild í heildarkvótanum. Við getum einnig snúið þessu dæmi upp á loðnuna – okkar og Norðmanna. Ef hin venjubundna ganga loðnunnar breyttist og hún færi t.d. að veiðast við Skotland, yrðu okkar fyrstu viðbrögð örugglega ekki þau að að semja við þá um hlutdeild. Við myndum m.ö.o. bíða og vona í lengstu lög að þetta nýja göngumynstur gengi sem fyrst til baka.

Þegar menn falla í þá gryfju að ófrægja ESB vegna þess að stjórna þarf veiðum úr sameiginlegum fiskstofnum nokkurra sambandsríkja má benda á að þó ESB yrði lagt niður þyrfti engu að síður að taka sameiginlegar ákvarðanir með svipuðum hætti – byggðar á rannsóknargögnum sömu vísindamanna.

Ein er sú regla fiskveiðistjórnar ESB sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu og er kölluð hlutfallslegur stöðugleiki. Í reglunni felst að ekki er hægt að taka fiskveiðiheimildir af einni þjóð og færa annarri. Það þýðir m.ö.o. að eftir inngöngu okkar í Evrópusambandið verður ekki hægt að taka eitthvað af okkar veiðiheimildum og færa t.d. Spánverjum eins og svo margir virðast óttast.

En sjálfhverfa okkar Íslendinga er vitaskuld alger eins og fram kom hjá framkvæmdastjóra LÍÚ er hann segir; að semji ESB við okkur um hlutdeild í makrílkvótanum, þá verði það ekki öðruvísi gert en að minnka hlutdeild ríkja eins og Breta, Dana, Íra og Hollendinga. Um leið og þetta er vitaskuld hárrétt hjá honum er mjög athyglis-vert að velta þessum ummælum fyrir sér. Því ekki má einu sinni nefna það hér að auka lítillega við hlutdeild strandveiðibáta, línuívilnun eða byggðakvóta, þá bendir LÍÚ umsvifalaust á að verið sé að taka það af þeim – og það sætti þeir sig ekki við. En það er talið mjög eðlilegt og sanngjarnt að taka makrílkvóta af erlendum útgerðum og færa okkar. Einhverjir kynnu að kalla þetta tvískinnung.

Viljum við kannski að regla ESB um hlutfallslegan stöðugleika verði lögð niður?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu