fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Skólalóð lögð undir ógeðslega húskofa

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. ágúst 2010 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar og börn í Vesturbæjarskóla vöknuðu upp við vondan draum í morgun – á öðrum skóladegi.

Það var búið að hola niður á skólalóðina tveimur feikistórum en forljótum skúrum sem eiga að hýsa frístundaheimili fyrir yngstu nemendur skólans.

Einn faðir velti fyrir sér hvort þetta væru sömu skúrarnir og hefðu verið notaðir við Hlíðaskóla þegar hann var í smíðatímum 1983.

Frágangur skúranna í morgun var líka þannig að beinlínis bauð upp á slys ef til dæmis bolti slæddist þangað undir. Það hafði greinilega verið illa gengið frá klósettum og lak út.

Ég veit að í  dag hafa borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fengið ótal kvartanir vegna þessara skúrbygginga. Ekki bætir úr skák að þær taka upp stóran hluta af frekar rýrum leikvelli barnanna. Sonur minn sagði að þarna væri búið að taka frá þeim snjókastssvæðið. Þarna var líka körfuboltavöllur.

Útsendarar borgarinnar komu á fund í skólanum. Þar á meðal var fræðslustjórinn í Reykjavík, Ragnar Þorsteinsson. Ég hef áður lent á fundi með honum þar sem hann var ekkert nema yfirlætið. Ég veit að aðrir hafa svipaða sögu að segja af honum. Og á fundinum í dag var hann að skammast yfir því að þetta hefði verið gert að fjölmiðlafári.

En skömmin er alfarið hans og borgaryfirvalda sem eiga að sjá sóma sinn í að gæta þess að þessir húskofar verði hofnir strax í kvöld eða í fyrramálið.

44373_1603872141809_1386284392_1628620_380782_n

Kofaskriflin við Vesturbæjarskólann, myndin var tekin fyrr í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu