Evrópusambandið og Þýskaland reyna að taka á fjármálamörkuðunum og spákaupmennskunni sem veldur svo miklum óstöðugleika.
Markaðurinn berst á móti með kjafti og klóm, hann á nóga peninga og hefur mikið áhrifavald yfir stjórnmálamönnum og fjölmiðlum.
Svo er spurning hvort pólitíkusarnir séu tilbúnir til að grípa til nógu harkalegra aðgerða. Það dugir varla annað til en allsherjar yfirhalning á fjármálakerfinu.
Um þetta er fjallað í alþjóðaútgáfu Der Spiegel.