Hefur ríkisstjórnin einhverja möguleika til að koma í veg fyrir að Magma Energy eignist HS Orku?
Ég spurði lögfræðimenntaðan kunningja minn að þessu.
Hann sagði að væri alltaf til leið ef vilji væri fyrir hendi. Hann nefndi tvo möguleika:
Að ríkisstjórnin geti í krafti þingmeirihluta fengið samþykkt lög um að taka megi HS Orku eignarnámi. Slíkt gæti leitt til málaferla, en lögfræðingurinn telur þó líklegt að slíkt eignarnám myndi standast ákvæði stjórnarskrár.
Annar möguleiki er að véfengja söluna á þeim grundvelli að hið sænska dótturfyrirtæki Magma uppfylli ekki skilyrði laga um að einungis aðilar innan EES megi eignast íslensk orkufyrirtæki, semsagt að sænska Magma sé málamyndafyrirtæki, skapað í þeim tilgangi einum að komast framhjá lögum.