fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Heilsugæsla í lágmarki

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. maí 2010 22:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Ari Arason vekur athygli á því í bloggi hér á Eyjunni að í sumar eigi að bjóða upp á ömurlega heilsugæslu hér í Reykjavík. Vilhjálmur skrifar meðal annars:

— — —

„Sl. daga hafa verið kynntar lokanir á ýmsum heilbrigðisstofnunum í sumar. Aðallega er um að ræða stofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Geðdeild LSH lokar einni deild í sumar og lokanir verða á Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL). Í gær var kynnt á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að hún ætlar að loka öllum síðdegisþjónustum heilsugæslustöðvanna í sumar. Aðeins bráðustu erindum verður sinnt en öðrum vísað á kvöld- og helgarvaktir Læknavaktarinnar, Barnalæknavaktarinnar og á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Fyrir ári síðan var skorið niður um 20% í móttöku heilsugæslustöðvanna og nú á að skera aftur niður um annað eins. Hvers eiga höfuðborgarbúar að gjalda? Fyrir er veruleg undirmönnun í heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu hvað lækna varðar og atgerfisflótti er brostinn á í þeirra röðum vegna kjaraskerðingar og álags. Nýir sjúklingar fá sig ekki skráða á heilsugæslulækni og stór hluti sjúklinga er óskráður á lækni á heilsugæslustöðvunum. Gamla heimilislæknaskráningin á höfuðborgarsvæðinu er við það að springa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu