Úr bréfi Mervyns King, seðlabankastjóra Bretlands, til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra 23. apríl 2008. Seðlabankinn íslenski hafði farið fram á gjaldeyrisskiptasamninga, en var neitað. King fékk engin svör við tillögum sínum. (Sjá skýrslu rannsóknarnefndar.)
„Ég veit að þú mun verða vonsvikinn. En meðal vina er stundum nauðsynlegt að það sé ljóst hvað við erum að hugsa. Við höfum velt tilboði þínu alvarlega fyrir okkur. Að mínu mati mun ekkert annað en raunverulegar aðgerðir til að draga úr stærð bankakerfisins duga til að leysa það vandamál, sem nú er staðið frammi fyrir. Ég tel að hið alþjóðlega seðlabankasamfélag geti fundið leið til að bjóða fram markvissa aðstoð til þín/ykkar til að setja upp áætlun um að draga úr stærð bankakerfisins. Ég er reiðubúinn til að gera allt, sem í okkar [Englandsbanka] valdi stendur til að aðstoða ykkur við að ná því markmiði.“