fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Stjörnulögmaður?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. maí 2010 00:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pressan birtir yfirlýsingu frá bresk/ítölskum manni sem sagður er vera „stjörnulögmaður“. Hann virðist hafa sterkar skoðanir á Kaupþingsmálinu. Ekki kemur fram á Pressunni hvar yfirlýsingin hefur birst, einungis að Pressan hafi hana undir höndum.

Á Wikipedia má lesa um þennan mann. Giovanni di Stefano, og er sagt að hann leggi sig fram um að vera talsmaður skrattans. Hann hafi tekið þátt í að verja skúrka eins og Saddam Hussein, Tariq Aziz, Efnavopna-Ali og Gary Glitter. Hann hefur líka aðstoðað Moors-morðingjann fræga, Ian Brady, og átt í furðulegum samskiptum við yfirvöld vegna þess.

Margt fleira virðist vera einkennilegt í fari og sögu þessa manns, hann er mislukkaður pólitíkus, tónlistarmaður, en meðal vina hans og viðskiptafélaga hafa verið Slobodan Milosevic og alræmdur serbneskur fjöldamorðingi og glæpaforingi sem kallaður var Arkan, var eftirlýstur fyrir glæpi gegn mannkyni en var myrtur árið 2000.

Viðbót 13. maí, kl. 9.16

Bent er á að di Stefano hafi líka átt að skjólstæðingi Paul Aðalsteinsson, mann af íslenskum ættum, öðru nafni Ian Strachan, sem ákærður var fyrir nokkrum árum fyrir að kúga fé út úr meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar og birst hafi fréttir um tengsl di Stefanos við Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“