fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Úr skýrslu þingmannanefndarinnar

Egill Helgason
Laugardaginn 11. september 2010 18:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég er að blaða í gegnum skýrslu þingmannanefndarinnar. Hana má finna hér á vef Alþingis. Athyglin beinist aðallega að því hvort einhverjir ráðamenn verði dregnir fyrir landsdóm en það er ýmislegt fleira í skýrslunni – enda var nefndinni falið að draga ályktanir af skýrslu rannsóknarnefndar:

Meðal annars kemur fram í tillögu til þingsályktunar sem öll nefndin leggur fram að:

– starfshættir þingsins verði teknir til endurskoðunar

– taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega

– skýrsla rannsóknarnefndar sé áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórsýslu

– stjórnendur og helstu eigendur fjármálafyrirtækja beri mesta ábyrgð á bankahruninu

– að eftirlitsstofnanir hafi brugðist.

Ennfremur er lagt til að Þjóðhagsstofnun verði endurreist, að fari fram óháð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða, falli sparisjóða og stjórnsýsluúttekt á Fjármálaeftirliti og Seðlabanka Íslands og að eftirlitshlutverk alþingis verði styrkt meðal annars með lögum um rannsóknarnefndir.

Nefndin leggur til að endurskoðuð verði lög um landsdóm.

Nefndin telur að stjórnendur Landsbankans beri mesta ábyrgð á afleiðingum Icesave reikninganna.

Nefndin fjallar um Seðlabankann og gagnrýnir að ekki hafi verið þegið boð frá breska Seðlabankanum um aðstoð við að minnka bankakerfið íslenska, bankinn er einnig gagnrýndur fyrir að hafa ekki þrýst á flutning erlendra innlánsreikninga yfir í dótturfélög og fyrir að hafa ekki skoðað hvaða áhætta fælist í þeim fyrir fjármálakerfi Íslands. Nefndin gagnrýnir einnig veðlán Seðlabankans og yfirtökuna á Glitni sem segir að hafi gerst án þess að nægilegar upplýsingar lægju fyrir. Einnig er sagt að mikið hafi skort á að samskipti stjórnvalda og stjórnar Seðlabankans hafi verið eðlileg.

Nokkrir þingmenn í nefndinni lögðu til að gerð yrði rannsókn á einkavæðingu bankanna og hvernig staðið var að henni. Um það náðist ekki samstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi