fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Hvers eigum við að gjalda?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. september 2010 22:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elías Pétursson er höfundur þessarar greinar. Skýringarmyndirnar eru einnig eftir Elías, þið getið smellt á þær til að stækka þær.

— — —

Vitandi af allri þeirri langskólamenntun og hagstjórnarviti sem samankomið er í fjórflokknum og áfastri viðbyggingu hans hagsmunasamtökum vinnuveitenda, og verkalýðs, þá varð ég svolítið „hissa“ fyrir skömmu þegar Hagstofa Íslands gaf út sýna nýjustu samræmdu vísitölu neysluverðs eftir löndum og viðskiptasvæðum.

Myndin hér að neðan sýnir þróun samræmdar vísitölu neysluverðs eins og hún birtist á vef Hagstofu Íslands, þar má sjá að jafnvel þegar góðærið reið húsum Íslendinga þá er verðlagsþróun í litlu samræmi við samanburðarlönd.

hvers eigum mynd 1

Ég geri mér allvel grein fyrir því að hluti þróunar 2008 og 2009 er vegna gengisfalls og harðæris í kjölfar hruns….en bendi á að vitrir menn hafa haldið því fram að gjaldmiðill lands væri í raun einkunnarbók hagstjórnarinnar. Og varðandi hrunið þá má vel hafa í huga átta binda nýlega skýrslu þar sem góð rök eru leidd að því að kjörnir fulltrúar okkar og embættismenn ráðnir af kjörnum fulltrúum eigi allmikinn hlut í aðstæðum þeim sem gerðu hrunið að veruleika.

En vísitala samræmd við útlönd er ekki eini mælikvarðinn á frammistöðu vorra valdhafa og hagsmunagæslufólks…

Þegar árangur íslenskra stjórn- og embættismanna við hagstjórn undanfarna áratugi er skoðaður út frá íslenskum vísitölum sem Hagstofan heldur um má sjá að samkvæmt töflu hér að neðan þá hefur vísitala neysluverðs hækkað frá 1970 um 74.817%…..

hvers eigum mynd 2

Ef marka má þær upplýsingar sem þar koma fram þá má leiða að því líkum að til áratuga hafi verið handónýt stjórn á efnahagsmálum hér á Íslandi, þ.e ef mælikvarðinn er settur á efnisleg lífsgæði eins og kaup á mat, nauðþurftum, húsnæði og kannski stöku ferðalagi.

Það má líka nálgast málið með því að segja að meðalverðbólga deilt flatt á ¾ hluta starfsæfi foreldra minna hafi verið uþb 20% á ári, og þar af hafa þau notið gleðinnar við greiðslu verðbóta frá 1979. Enda hefur „kerfinu“ tekist að láta þau vinna alla sína millistéttar starfsæfi á meðallaunum án þess að afgangur sé til hins áhyggjulausa ævikvölds sem sumir betur tengdir fá að njóta. Þau hafa svikalaust greitt sýnar skuldir vaxtabættar, vísitölutengdar og margfaldaðar og þannig tekið þátt í uppbyggingu bankakerfisins. Þess hins sama bankakerfis og öll hugmyndafræði endurreisnarinnar gengur nú út á að bjarga og styrkja, að sjálfsögðu á herðum okkar almenningsins.

Hvernig sem reiknað er þá er það morgunljóst að ef framtíðin verður lík fortíðinni þá þarf mjög sterk bein til þess að ráðleggja nýrri kynslóð að veðja á uppbyggingu fjölskyldu og ævistarfs á Íslandi. Tekið skal fram að mín skoðun er reyndar sú að árangur „okkar“ fólks við stjórn efnahagsmála sé umfram allt sorglegur, því fá lönd eiga jafn góða möguleika og Ísland til velmegunar íbúanna.

Á Íslandi drýpur í raun smjör af hverju strái, en við ákveðum að traðka það niður í stjórnmálaþvargi, einskis nýtu rifrildi og sérhagsmunagæslu.

Kannski er eina leiðin út úr þessu að sættast við vanmátt og getuleysi til stjórnunar eigin efnahagsmála, gefast upp og ganga ESB á hönd…nú eða senda póst til Margrétar Danadrottningar og óska eftir endurinnlimun. Margir hafa jú skrifað og skrafað um hve gott allt sé í Danmörku, ódýrt að taka lán, stuttur vinnudagur og launin há.

Elías Pétursson
08.09 2010

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“