Líkt og margoft hefur verið sagt á þessari síðu mun Seðlabankinn ekki leyfa gengi krónunnar að styrkjast mikið meira en orðið er. Um þetta er fjallað í þessari frétt á Vísi, þar segir að líklegt sé að Seðlabankinn muni sporna við styrkingu krónunnar.
Eins og staðan er flæða peningar inn í útflutningsgreinarnar og svo verður áfram meðan genginu er haldið svo veiku. Það er gott í sjálfu sér. Það er verið að færa peninga til útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegsins – og þar eru margir að hagnast mjög vel.En á sama tíma hríðversna lífskjör alls almennings í landinu, þau eru að færast mörg ár aftur í tímann og dragast verulega aftur úr samanburðarlöndunum hefðbundnu.
Kannski er þetta skásta leiðin út úr kreppunni, en þarna er að verða mikil tilfærsla á fjármunum.