fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ekki öfundsverðar framtíðarhorfur

Egill Helgason
Mánudaginn 6. september 2010 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem kallar sig Gunnr setti þennan texta inn í athugasemdakerfið. Hann er allrar athygli verður:

— — —

„Það eru fleirri ástæður til þess að við njótum ekki lánstrausts en Icesave deilan.

1. Klárlega þótt heildarskuldirnar eru ekki hæstar hjá okkur, til dæmis skulda Japanir tvöfalda þjóðarframleiðsluna, en þar er í raun hallinn fjármagnaður innanlands og þeir eiga alvöru viðurkenndan gjaldmiðil.
Það er í raun engin vestræn þjóð sem greiðir eins háa vexti og við í erlendum gjaldeyri, sjálf með ónýtan og verðlausan gjalmiðilinn íslenska krónu sem haldið er uppi af gjaldeyrishöftum og fölsku gengi með aðstoð IMF og seðlabanka Norðurlanda og gríðarlegum gjaldeyrirvarasjóði.
Það er í raun er ekkert vestrænt land til þar sem opinberi geirinn er rekinn með eins miklum halla. Skuldirnar eru nýjar og skuldasöfnunin og ríkissjóður hefur verið rekinn með 1 1/2 Icesave skuldbindingu árlega ef gert er ráð fyrir 100 miljörðum fyrir Icesave eins og í raun allt virðist benda til. 1 króna af hverjum 5 í ríkissjóði fer í greiðslu vaxta og það hlutfall hækkar með áframhaldandi skuldasöfnun.
Það hefur augljóslega verið farið allt allt of seint og tregt af stað við niðurskurð opinberra útgjalda og enduruppstokkunar á opinbera kerfinu sem er fleirri númmerum of stórt fyrir núverandi hagkerfi.

2. Verg landsframleiðsla dregst saman og með meiri og afgerandi hætti en fyrir var spáð.
Í spám var gert ráð fyrir framkvæmdum við orkufrekan iðnað og það virðist í raun augljóst að það verður ekker af þeim. Það verður ekki þvergirðingsháttur VG sem stöðvar þær, það verður hreinlega út af því að „ÍSLENSKU“ orkuöflunarfyrirtækin eru hreinlega ekki lánshæf og skiptir þá litlu hver er í ríkisstjórn. Það er ákaflega lítil fjárfesting í íslensku atvinnulífi sem þýðir að þessi samdráttur mun halda áfram. Þjóðarkakan mun dragast saman og þar af leiðandi ennþá meiri samdráttur en ella í ríkisrekstrinum sem er þegar með allt of stórt hlutfall. Framtíðarhorfurnar fyrir íslenska þjóðarbúið eru langt langt frá því að vera öfundsverðar svo ég leyfi mér að vitna í frasa úr greiningarskýrslu Landsbankans rétt eftir hrun.

3. Atvinnuleysi mun stóraukast.
3a. Fjármálageirinn er allt allt of stór, raunar vinna jafn margir í fjármálageiranum núna og 2007 og þar mun þurfa að sneiða burtu a.m.k. 1/3 af öllum störfum snarlækka laun og endurskipuleggja. í raun skapar fjármálageirinn ekkert, hann skapar engin verðmæti, hann er bara snýkjudýr sem sýgur blóð úr þegar blóðlitlu hagkerfi. Verðmæti bankanna er í raun ekkert að mínu áliti. Þeir eru vanfjármagnaðir og eru í raun gjalþrota og eru með veð í gríðarlega ofmetnu húsnæði fólks þar sem verðum er haldið uppi með handafli og þessir svokölluðu kyrrstöðusamkomulag þar sem gríðarlega skuldsettum fyrirtækjum er skýlt. Fyrirtækjum sem eru gjörsamlega gjaldþrota og eiga ekki lífsins rétt hreinlega að þeir hafi ekki ráð á að afskrifa þetta.
3b. Opinberi geirinn bæði ríki og sveitarfélög þurfa væntanlega að fækka starfsmönnum um 1/5 sem mun í raun þýða að atvinnuleysi verður komið talsvert yfir 2 stafa tölu á vormánuðum 2011.
Það er ekkert sem sýnir að starf við fjármálageirann hér eða störf hjá hinu opinbera skili neinu þjóðhagslegum ágóða og það er í raun hagstæðara að greiða atvinnuleysisbætur en hafa þetta fólk í atvinnubótarvinnu með tilheyrandi kostnaði.

4. Menn hafa velt vöngum yfir „svörtu hagkerfi“. Augljóslega hefur það alltaf þrifist á Íslandi þegar iðnaðarmenn eru að vinna án þess að það er gefið upp og sumir þeirra þiggja meira að segja atvnnuleysisbætur úr fjársoltnum ríkissjóði til viðbótar. Það er klárlega að þetta kemur ekki fram en þetta eru ekki gjaldeyrisskapandi tekjur. Það að einhver sé að klippa aðra eða búa til grindverk í garði nágrannans eða gera við bílinn hans skilar í raun litlu inn í hagkerfið.

5. Auðvitað liggur óleyst Icesave eins og mara yfir íslensku hagkerfi. Við erum algjörlega einangruð í þessu máli enginn tekur undir okkar sjónarmið. Ég held að það sé í raun augljóst að samningaviðræðurnar virðast hafa farið um þúfur og núna fellur fresturinn sem í raun hefur verið frestað 4 sinnum um greinargerð frá íslenskum stjórnvöldum. Þeir sem hafa sagt að þetta ætti að fara fyrir dóm fá ósk sinni fullnægt en þar fylgir enginn lánapakki og lánakjör verða langtum hærri ef við töpum því máli sem því miður ýmislegt bendir til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“