Í Morgunblaði dagsins er úttekt á stöðu orkumála á Íslandi. Þar segir að ekki sé beinlínis hætta á að missa eignarhaldið á Landsvirkjun eða Orkuveitu Reykjavíkur, lög koma í veg fyrir það, en hins vegar eru þessi fyrirtæki landsmanna að miklu leyti að vinna fyrir erlenda lánadrottna. Peningarnir sem koma inn fara í að borga lán og vexti.
Meðan svo er virðist vafasamt að hægt sé að ráðast í mikla uppbyggingu.