Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Guðbjartur Hannesson, Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir.
Allir þessir ráðherrar eru upprunnir í Alþýðubandalaginu.
Jóhanna Sigurðardóttir getur talist bona fide Alþýðuflokkskona þótt hún hafi farið í Þjóðvaka. Pabbi hennar og amma voru bæði í Alþýðuflokknum.
Katrín Jakobsdóttir er eiginlega of ung til að hægt sé að kenna hana beint við Alþýðubandalagið en hún er samt þeim megin í tilverunni – og svo þekki ég ekki nógu vel pólitískan uppruna Jóns Bjarnasonar.
En Alþýðubandalagið hefur greinilega náð völdum í landinu, tíu árum eftir að flokkurinn var lagður niður.
Sama dag er risastórt rússneskt skip í höfninni.
Það hefði einvern tíma vakið skelfingu – var ekki meira að segja bók skrifuð hér um árið um valdarán Alþýðubandalagsins?