Við erum að taka upp efni fyrir Kiljuna austur í Skaftafellssýslum.
Höfum farið í Lónssveit, á Höfn, að Hala og í Jökulsárlón.
Verðum í Mýrdalnum seinna í dag.
Þetta er afar skemmtilegt.
Í síðustu viku vorum við að taka í bænum, meðal annars fórum við í nokkra göngutúra með Guðjóni Friðrikssyni.
Kiljan byrjar 15. september.
En Silfrið er á dagskrá nú sunnudaginn.