fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Peningastefnan og vaxtamunurinn

Egill Helgason
Sunnudaginn 29. ágúst 2010 07:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Seðlabankamenn hafa birt skýrslu sem fjölmiðlar vitna nokkuð í. Þar er fjallað um „hið fjármálalega gjörningaveður“ 2007- 2008. Meðal annars er velt vöngum um hvort hefði verið betra fyrir íslenska hagkerfið að hafa evru eða krónu. Við því er ekki einfalt svar – en það er dálítið eins og það sé tabú innan Seðlabankans að viðurkenna að peningastefnan var ónýt. Eitt var auðvitað að ætla að byggja bankakerfi sem var margföld stærð ríkisins á pínulitlum gjaldmiðli – það gat ekki endað nema með ósköpum.

Og svo var það vaxtamunurinn milli Íslands og annarra landa sem var eitur – og getur hæglega orðið það aftur. Vaxtamunurinn er alltaf til staðar, á árunum fyrir hrun keyrði hann úr hófi fram vegna þenslunnar á Íslandi og síendurtekinna vaxtahækkana. Þetta varð að eins konar vítisvél. Fjármagn streymdi til landsis í leit að skjótfengnum gróða. Gengi krónunnar rauk upp og Seðlabankinn festist í að halda því háu – eins og hefur margoft verið sagt var Seðlabankinn farinn að starfa eftir gengismarkmiði ekki verðbólgumarkmiði. Nú að eru horfur á að verðbólgumarkmiðiðið náist á næstunni, en það hefur hérumbil aldrei gerst. Það segir sitt um misheppnaðan Seðlabanka.

Enn voru vextirnir hækkaðir – til að slá á þenslu, en það hafði þær afleiðingar að þenslan jókst!

Þetta olli því svo að landsmenn fóru að skuldsetja sig í erlendri mynt í stórum stíl – eða með lánum sem voru tengd við gengi erlendra gjaldmiðla. Hin verðtryggðu íslensku lán urðu vara sem fólk vildi ekki kaupa á þeim tíma – hin lánin sem byggðu á ofurgenginu og vaxtamuninum voru svo miklu meira freistandi.

Þetta er eitthvað sem breytist ekki. Stýrivextirnir á  Íslandi eru núna 7 prósent – og þykir rosa gott –  en víða erlendis eru þeir nálægt núllinu. Samt eru í gildi gjaldeyrishöft sem takmarka fjármagnshreyfingar til og frá landinu. Vaxtamunurinn verður alltaf mikill í núverandi kerfi og það er nauðsynlegt að brjótast út úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu