Það er sérstakt að lesa viðtal við Sigurð Einarsson í Fréttablaðinu. Það má segja að hann láti vaða á súðum.
Eins og aðrir hrunkvöðlar þá finnur hann enga sök hjá sjálfum sér. Þeir eiga þetta sammerkt næstum allir, bæði þeir sem voru í bönkunum og stjórnsýslunni.
Og svo kemur í ljós að þegar Sigurður neitaði að mæta í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara, ja, þá var hann að mótmæla. Eða svo segir hann.
Það er líka gaman þegar hrunkvöðlar benda hverjir á aðra. Sigurður segist ekki skilja af hverju fyrsta sakamálarannsóknin eftir hrun var ekki vegna Icesave.
Annar virkar Sigurður nánast eins og kómísk fígúra í þessu viðtali. Þetta er allt eitthvað svo furðulegt hjá honum.