Þetta er dásamleg upptaka. Öldungurinn Vladimir Horowitz á tónleikum í Moskvu 1986, það var á tíma Gorbatsjovs, og í fyrsta sinn að Horowitz sneri aftur til Rússlands síðan 1925. Sjálfur var hann upprunalega gyðingur frá Úkraínu, fæddur í Kiev 1903.
Verkið sem hann leikur er Träumerei eftir Robert Schumann. Það má sjá tár á hvarmi meðal áhorfenda. Horowitz spilaði verkið sem uppklappslag – hann var spurður hvers vegna og svaraði að það væri vegna þess að hann næði laginu aldrei almennilega.
Skemmtilegt er að sjá hvernig þessi aldni listamaður yppir öxlum í lok lagsins.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=qq7ncjhSqtk&feature=related]