Nú er talað um að eyða þurfi milljónum til að kynjagreina rannsóknarskýrslu Alþingis. Og að verði fengnir sérfræðingar til þess – sem væntanlega munu lesa skýrsluna með „kynjagleraugum“.
Í fljótu bragði sýnist manni að karlmenn hafi verðið aðalleikarar í hruninu á flestöllum vígstöðvum; það er helst á pólitísku hliðinni að verður vart við konur. Þær voru að minnsta kosti fáar í bönkunum og í embættismannakerfinu,
Þannig að niðurstöðurnar virðast vera að mestu leyti ljósar. En því er samt ekki að neita að þarna eru ákveðin tækifæri fyrir kynjafræðinga.
Og þetta er líklega í anda viðhorfa vinstri stjórnarinnar sem nú situr, því á þessum neyðartíma í ríkisbúskapnum er líka talið nauðsynlegt að skipa verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð sem á að hafa hönd í bagga með samningu fjárlaga næsta árs.