Eitt af því sem einkenndi Fjármálaeftirlitið á árunum fyrir hrun var að enginn tók mark á því. Það gerði athugasemdir, en fjármálastofnanirnar létu þær sem vind um eyru þjóta. Þeim datt ekki í hug að gera neitt í þessu.
Þeim var óhætt að gera það, enda var eftirfylgnin hjá Fjármálaeftirlitinu engin eins og lesa má í skýrslu rannsóknarnefndar.
Svokölluð kærunefnd útboðsmála kemst að þeirri niðurstöðu að bæjarstjórn Akraness hafi gerst brotleg við lög þegar hún samdi við fyrirtæki sonar forseta bæjarstjórnar um tölvuþjónustu.
En kærunefndin hefur engin ráð til að bregðast við þessu. Hún getur bara bent á lögbrotið.
Og bæjarstjórinn bregst við með kunnuglegum hætti. Hann segir:
Við erum ekki sammála, við ætlum ekkert að gera í þessu – og skellir á.