Það er verið að spá því að England vinni heimsmeistarakeppnina í fótbolta.
Á því eru held ég litlar líkur. Það er orðin löng hefð fyrir þvi að Englendingar klikki á svona stórmótum. Það er heldur ekki víst að þeir hafi nógu góða leikmenn.
Ég held að Spánverjar og Brasilíumenn séu miklu líklegri – og svo er aldrei að vita hvað lið eins og Ítalía, Argentína, Holland, Frakkland og jafnvel Þýskaland gera. Þetta eru allt lið sem geta risið upp á svona stórmóti.
Sjálfur vona ég að Fílabeinsströndin vinni – nú eða Ghana.
Þótt ég haldi með Grikkjum – en þeir eiga engan séns.