fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Rósaganga

Egill Helgason
Mánudaginn 17. maí 2010 18:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfylkingin fer í rósagöngu. Það er gengið á milli húsa og kjósendum gefnar rósir.

Þessi hugmynd er mjög 2007.

Fyrir utan hvað það er óþægileg tilhugsun að fá frambjóðendur heim til sín.

Á meðan birtist skoðanakönnun sem sýnir að Samfylkingin er dottin ofan í 18 prósenta fylgi í borginni.

Vinstri grænir eru með 11 prósent.

Sjálfstæðisflokkurinn með 31 prósent.

En Framsókn er dottin út úr borgarstjórninni.

Flokkarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Sigmundur Davíð er aftur farinn að tala um skipulagsmál, Sjálfstæðisflokkurinn heldur leiðtoganámskeið fyrir konur og Samfylkingin gefur rósir.

Á meðan er flokkur Jóns Gnarrs kominn með 36 prósenta fylgi, sex menn inni í borgarstjórn samkvæmt því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“