Guardian birtir skemmtilegt og myndrænt yfirlit yfir nýju bresku ríkisstjórnina.
Í henni eru 24 ráðherrar.
Þar af eru einungis 4 konur. Theresa May er áhrifamesta konan í stjórninni, gegnir embætti innanríkisráðherra.
Í stjórninni er aðeins 1 ráðherra sem er ekki hvítur, það er Warsi barónessa.
14 af ráðherrunum gengu í einkaskóla.
En 15 stunduðu háskólanám í Oxford eða Cambridge.
Það eru 5 ráðherrar úr röðum Frjálslyndra demókrata. Nick Clegg er varaforsætisráðherra, en Vince Cable, hin stjarnan í flokknum, fer með viðskiptamál.
8 ráðherrar eru yngri en 45 ára.
7 ráðherranna hafa setið áður í ríkisstjórn, á tíma Thatcher eða Johns Major.
Svo má bæta við að 3 ráðherranna hafa verið formenn Íhaldsflokksins, David Cameron sjálfur, Ian Duncan-Smith og William Hague.