fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ný stjórn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 13. maí 2010 22:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guardian birtir skemmtilegt og myndrænt yfirlit yfir nýju bresku ríkisstjórnina.

Í henni eru 24 ráðherrar.

Þar af eru einungis 4 konur. Theresa May er áhrifamesta konan í stjórninni, gegnir embætti innanríkisráðherra.

Í stjórninni er aðeins 1 ráðherra sem er ekki hvítur, það er Warsi barónessa.

14 af ráðherrunum gengu í einkaskóla.

En 15 stunduðu háskólanám í Oxford eða Cambridge.

Það eru 5 ráðherrar úr röðum Frjálslyndra demókrata. Nick Clegg er varaforsætisráðherra, en Vince Cable, hin stjarnan í flokknum, fer með viðskiptamál.

8 ráðherrar eru yngri en 45 ára.

7 ráðherranna hafa setið áður í ríkisstjórn, á tíma Thatcher eða Johns Major.

Svo má bæta við að 3 ráðherranna hafa verið formenn Íhaldsflokksins, David Cameron sjálfur, Ian Duncan-Smith og William Hague.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“