Eins og bent var á hér á síðunni fyrr í dag hefur Ísland ekki lögfest Evrópusamning um framsal grunaðra, European Arrest Warrant.
Sigurður Einarsson situr semsagt í London – og armur íslensku laganna nær ekki í hann.
Hann er semsagt flóttamaður undan íslenskri réttvísi.
En ef hann fer yfir á meginland Evrópu er hann kominn inn á Schengensvæðið.
Og þaðan er hægt að framselja hann til Íslands.
Sigurður er semsagt fastur á Bretlandi. Það þarf svosem ekki að væsa um hann. London er full af mönnum sem geta ekki farið heim til sín af einhverri ástæðu. Og svo er líka spurning hversu miklum fjárhæðum þessi maður, heilinn bak við öll Kaupþingssvikin, kom undan?