fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Eyjan

Hagkaup

Egill Helgason
Föstudaginn 18. september 2009 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 palmi.jpg

Það var gaman að skoða Hagkaupsblaðið sem fylgdi Mogganum í gær.

Pálmi Jónsson, stofnandi Hagkaups, var mikill merkismaður og frumkvöðull í verslun á Íslandi. Hann barðist gegn einokun og alls kyns úreltum viðskiptaháttum.

Það er leitt að búðirnar skyldu síðar komast í hendurnar á mönnum sem kunnu ekki með að fara og notuðu þær til að byggja upp einokunarveldi.

Ýmislegt rifjast upp við að skoða blaðið.

Gamla Hagkaupsbúðin sem var í Lækjargötu, í húsi sem er nú horfið. Þar fengust hinir frægu Hagkaupssloppar.

Þegar ég var þrettán ára vann ég við að prenta myndir á boli í bílskúr í Blönduhlíðinni. Sá sem stóð fyrir þessu var mikill hollvinur minn, Friðrik Brekkan; hann var frumkvöðull í bolaprentun á Íslandi.

Síðan sentist ég á reiðhjóli niður í Hagkaup þar sem bolirnir voru seldir.

Vinsælastir voru bolir með broskalli.

Þá stoppaði strætó fyrir utan Hagkaup.

Nokkrum árum seinna var ég kominn í MR og var skotinn í stelpu sem tók alltaf strætó á þessum stað. Ég þorði eiginlega ekki að nálgast hana, en var stundum að væflast í kringum strætóskýlið – þótt það væri stutt fyrir mig að labba heim.

Annars er merkilegt að sjá þegar maður flettir blaðinu og sér gamlar auglýsingar frá Hagkaup að fjölskylda Pálma var í aðalhlutverki í auglýsingum fyrir búðirnar – nýtnin og sparsemin var svo mikil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 

Heimir Már sakar stjórnarandstöðuna um enn eitt málþófið út af veiðigjöldunum – „Af hagsmunatengdum vinum má þekkja þá“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump

Segja mikið drama hafa átt sér stað fyrir framan nefið á Trump