Það ringdi helling hér í gærkvöldi. Í dag var skýjað en hlýtt – hitinn hérna er makalaust þægilegur. Svo birti til seinni partinn.
Svona leit sólarlagið út áðan. Það dimmir snemma hérna. Núna er klukkan fimm mínútur yfir sex og það er að verða aldimmt.
Eyjan er á 13 breiddargráðu norður – svo við erum ekki svo ýkja langt frá miðbaug. Hótelið er á suðvesturodda eyjarinnar þar sem enn stendur gamalt virki; það er talsverður öldugangur á ströndinni – við strendurnar vestanmegin, sem vísa inn í Karíbahafið, er lygnari sjór.
Austanmegin ólmast hins vegar Atlantshafið við strendurnar eins og sjá má á myndinni fyrir neðan. Ég fór aðeins út í sjóinn og fannst eins og hann ætlaði að hrifsa mig burt.