Björn Bjarnason bendir réttilega á það að með friðun Laugavegs 4-6 sé skipulag götunnar sem var samþykkt á tíma R-listans í rauninni fallið. Þessar hugmyndir voru unnar í samráði við kaupmenn á Laugaveginum sem bundu vonir við að þær myndu efla verslun við götuna.
En verði þetta raunin er deiliskipulagið dautt plagg. Verður yfirleitt hægt að hófla við einhverju við götuna?
Vinnubrögð húsfriðunarnefndar virðast sannarlega vera skrítin. Hún blaktir eins og strá í vindi tíðarandans. Setti sig ekki á móti niðurrifi húsanna, vill nú banna það.
Spurning er hvort friðun felur í sér að húsin verði að endurreisa í upprunalegri mynd – ef einhver man hvernig hún var. Eða er nóg að reisa bara hús í einhverjum gömlum anda?
Það finnst manni ólíklegt.