fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Forsetakosningar í USA

Egill Helgason
Mánudaginn 7. janúar 2008 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

34588220.jpg

Ég hef ekki haft trú á því að Bandaríkjamenn kjósi forseta sem er kona – og heitir Clinton í þokkabót. Ég hef heldur ekki trúað að þeir kjósi mann sem er þeldökkur og heitir Hussein.

Þetta kann að vera að breytast. Með Obama virðist vera sleginn tónn sem minnir á æsku og hugsjónir – sem auðvelt er að hrífast með – og er afar ólíkur cynicismanum sem hefur verið ríkjandi hjá mönnum eins og Bush, Cheney, Rove og Rumsfeld.

Ímynd Bandaríkja með Obama sem forseta myndi breytast mikið. Bandaríkin myndu samt halda áfram að vera mesta herveldi í heimi, með her í Írak og Afganistan, stuðning við Ísrael, andstöðu við kjarnorkuvæðingu Írans. Stríðinu gegn hryðjuverkum yrði ekki hætt snögglega.

Þá er spurning hvernig þeir myndu bregðast við hvers alfa og omega í pólitík er andúð á Bandaríkjunum. Varla kæra þeir sig um að sitja uppi með ónýta heimsmynd?

En kannski eru þetta óþarfa vangaveltur. Ég ætla enn að vera svartsýnn og trúa því að hvorki Obama né Hillary eigi möguleika á að verða forseti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð