fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Langsótt rök

Egill Helgason
Laugardaginn 5. janúar 2008 12:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Sverrisdóttir segir á forsíðu Morgunblaðsins í dag að til standi að byggja „hótelkassa“ á Laugavegi 4-6. Hún telur að svoleiðis starfsemi henti illa á þessum stað. Við Laugaveginn eru þegar tvö mjög snotur hótel.

Í sama tölublaði Moggans má lesa að tveir þriðjuhlutar af götuhæð nýja hússins verði verslunarrými.

Varaborgarfulltrúinn hefur semsagt ekki kynnt sér málið sem hún talar svo fjálglega um.

Ætli sé ekki líka fagnaðarefni að hótel séu fremur byggð í Miðbænum en til dæmis austur í Smára?

Svandís Svavarsdóttir líkir húsaröðinni við „perlufesti“.

Ekki get ég ímyndað mér að margir vildu eiga svona ljóta perlufesti. Sem íbúi í Miðbænum og miðbæjarmaður í marga áratugi veit ég að aldrei hefur neinn almennilegur rekstur þrifist á Laugavegi 6. Það sem nú er að finna í þessu ljóta húsi er hrein ömurð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna