fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Gamla Reykjavík

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. janúar 2008 21:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

torg-3.jpg

Þetta er dásamleg ljósmynd. Þarna flýgur nútíminn í líki Graf Zeppelin yfir Reykjavík sumarið 1930. Framtíðin fór reyndar í aðra átt – loftskipin reyndust ekki nógu traust. En falleg voru þau og silfurgljáandi.

Á Lækjartorgi stendur enn hús Thomsensmagasíns sem Guðjón Friðriksson segir í Reykjavíkursögu sinni að hafi verið með eindæmum glæsileg verslun upp úr aldamótum – með sérstakri deild fyrir vindla og vín. Verslunarmenningin fór illa út úr því þegar Íslendingar tóku stjórn landsins í sínar hendur; gömlu dönsku kaupmennirnir hröktust burt og allt reyrðist í höft og molbúaskap.

Það er ekki enn búið að eyðileggja Íslandsbanka gamla (nú Héraðsdóm) með því að byggja ofan á hann og ekki heldur búið að skemma húsið við hliðina á sem nú er múrhúðað og grátt.

Klukkan á Lækjartorgi er á sínum stað – en á þessum tíma var torgið enn miðdepill borgarinnar, ekki sú dapurlega auðn sem nú er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?