Það er rétt hjá Hallgrími Thorsteinssyni, Árni Mathiessen er kominn út á verulega hálan ís þegar hann segir að dómnefndin undir forystu Péturs Kr. Hafstein hafi veikt tiltrú almennings á dómstólum.
Má vera að sjálfstæðismenn og einhverjir úr Samfylkingunni slái skjaldborg um Árna en það er langt síðan maður hefur séð ráðherra flækja sig í jafn vandræðalegt mál.
Er hugsanlegt að Árni hafi mislesið stöðuna; fólk er ekki jafn flokkshollt og áður, kannski er tíminn að ráðherrar geti staðið í svona makki liðinn?
Það er jafnvel spurning hvort ekki fari að koma fram kröfur um afsögn?
Aðrir ráðherrar ættu að minnsta kosti að láta sér þetta að kenningu verða.