Það má vera að álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna á kvótakerfinu sé stórfrétt. Það var vissulega ranglátt hvernig þetta varð til.
Hins vegar er kvótakerfið löngu komið á. Mikið af kvótanum hefur þegar gengið kaupum og sölum, hann hefur verið veðsettur og verið til grundvallar við fjárfestingar.
Það er ekki auðvelt að vinda ofan af þessu og – spyr maður – er eitthvert vit í því eftir öll þessi ár?