fbpx
Fimmtudagur 04.september 2025
Eyjan

Annar tónn í skoðanakönnun

Egill Helgason
Fimmtudaginn 10. janúar 2008 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag hlýtur að rugla borgarstjórnina enn meira í ríminu. Gömlu ljótu húsin á Laugavegi hafa valdið meiriháttar flækjum í nýja meirihlutanum og borgarstjórinn sjálfur veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga.

Alls konar vitleysa hefur verið sögð eins og að þarna sé götumynd sem er svo heilleg að hún líti út eins og perlufesti. Samt er það svo að húsið Laugavegur 8 er varla nema svona 15 ára gamalt – réttnefndur steinsteypukassi.

Skoðanakönnunin leiðir í ljós að það er mikill minnihluti borgarbúa sem vill láta friða húsin. Lætin hafa hins vegar verið svo mikil – sérstaklega í Morgunblaðinu – að mátti halda að þorri Reykvíkinga væri á bandi Margrétar Sverrisdóttur, Ólafs F og Svandísar.

Flestir virðast vera á þeirri skoðun – sem oft hefur verið haldið fram á þessari síðu – að rétt sé að byggja hús sem stingi ekki of mikið í stúf við götumyndina. Að við byggingar í Miðbænum verði að hyggja vel að samræminu og fagurfræðinni, en hins vegar sé óráðlegt að líta á hús sem alltaf hafa verið léleg sem menningarverðmæti.

Því miður hefur gengið erfiðlega að framfylgja þessu – og ekki furða að viss tortryggni sé í loftinu. Hið hryllilega fíaskó við Lindargötu verður lengi í minnum haft.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur tekinn við af Hildi

Ólafur tekinn við af Hildi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!

Svarthöfði skrifar: Rétt mál, herre gud!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð