Við Kári tókum okkur til og fengum fullan poka af brauðmylsnu í bakaríinu niðri í Lækjargötu í anda gamla góða mottósins – „gleymið ekki smáfuglunum“.
Stráðum henni svo snyrtilega í garðinn hjá okkur og höfum verið að bíða eftir því að litlir sætir bíbíar komi og gæði sér á mylsnunni.
Enginn fugl hefur enn látið sjá sig.
Okkur þykir þetta frekar skítt – eru þeir svona vanþakklátir?
Kannski vilja þeir frekar hálfétnu pylsurnar og hlöllabátana sem falla til hérna í bænum eftir helgar?
Í einhverju blaði las ég reyndar að maður ætti að setja kjötbita með fuglakorninu.
Það fannst mér skrítið. Hélt að litlir söngfuglar ætu ekki kjöt. En kannski eru þeir orðnir carnivore?