fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Stríði Fischers lokið

Egill Helgason
Föstudaginn 18. janúar 2008 18:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

fischer-spassky-cartoon.gif

Þegar ég var tólf ára var heimsmeistaraeinvígið í Laugardalshöll. Ég hélt frekar með Spassky eins og þorri þjóðarinnar – hann var hæverskt prúðmenni af þeirri tegund sem var í tísku í forsetatíð Kristjáns Eldjárns – en innst inni fannst mér Fischer samt flottari.

Reyndi meira að segja að herma eftir göngulagi Fischers sem mér fannst kæruleysislegt og flott. Frétti að Fischer drykki tómatssafa. Fékk mér svoleiðis – enn þann dag í dag drekk ég aldrei tómatssafa án þess að hugsa til Bobbys.

Ævi hans er sorgarsaga. Hann hafði snilligáfu á mjög þröngu sviði. Þegar slík snilligáfa er annars vegar er stutt í brjálsemina. Hann lokaðist smátt og smátt inni í heimi eigin ranghugmynda. Brann stutt og lýsti skært. Einvígið í Reykjavík var líka ein af helstu orrustum kalda stríðsins; Bobby Fischer Goes to War heitir ein bókin um þessa atburði. Varla hjálpaði það geðheilsunni.

Ég á eftir að sakna hans af götunum í Reykjavík. Fannst frekar vinalegt að sjá hann á ferli. Það er dapurt að hann lést úr sjúkdómi sem hefði víst mátt lækna. En svona var hann – auðvitað var ekki við því að búast að hann treysti læknum eða læknavísindum fremur en öðru.

Undir lokin þótti engum vænt um þennan mann – nema kannski Íslendingum. Allavega svona smá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?