Birkir Jón Jónsson alþingismaður mótmælir því að Framsóknarflokkurinn sé kominn upp í sveit.
Á móti má spyrja hverjir séu foringjar framsóknarmanna í Reyjavík – og jafnvel líka að því hverjir séu eiginlega í flokknum hér á mölinni?
Óskar Bergsson er óvart lentur í því að vera borgarfulltrúi Framsóknar í Reykjavík. Allir sem voru með honum á lista eru horfnir og hættir. Flokkurinn á engan þingmann í borginni; þeir sem voru í framboði fyrir hann í síðustu kosningum eru líka meira eða minna horfnir.
Nema kannski Sæunn?
Er hún leiðtoginn sem horft er til í borginni?