fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Beiðni um ritskoðun

Egill Helgason
Mánudaginn 14. janúar 2008 17:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

islm_cartoon_7.jpg

Mér þykir Hugleikur Dagsson allfyndinn. Ég held barasta að hann hafi vott af snilligáfu. Bækurnar hans geta samt virkað stuðandi; það er engu hlíft, heldur fjallað á óvæginn hátt um samkynhneigð, barnaníðinga, morð, limlestingar, klám og alls kyns saurindi. Og líka kirkjuna.

Samt man ég ekki til þess að neinn hafi í raun fett fingur út í bækur Hugleiks. Hann nýtur þess að búa í frjálsu og umburðarlyndu þjóðfélagi þar sem ríkir tjáningarfrelsi. Hann þarf ekki að taka tillit til þeirra sem kann að finnast þetta ógeðslegt hjá honum eða óttast þá.

En af þeim sökum finnst mér furðulegt að sjá Hugleik í hópi fólks sem leggur til efni í bók sem nefnist Íslam með afslætti. Sjálfur vildi hann sjálfsagt ekki láta takmarka tjáningafrelsi sitt vegna þess að hann mætti ekki særa eða móðga þá sem ekki þola klámfengna og ljóta umfjöllun um til dæmis kirkjuna, homma eða kúk og piss.

Hugleikur er ekki maður sem beygir sig fyrir slíkum sjónarmiðum.

Í bókinni eru tveir þræðir sem mega kallast rauðir. Annars vegar er því mestanpart hafnað að heiminum stafi ógn af öfgafullu íslam, hugmyndin er frekar að við ættum að uppræta fordóma gagnvart íslam úr eigin brjósti. Það erum við sem eigum að hafa samviskubit; uppgangur íslamismans er okkur að kenna en ekki þeim.

Hins vegar mikið fjallað um dönsku skopmyndirnar (reyndar furðu seint finnst manni) og er nokkuð eindregin niðurstaða að það hafi verið rangt að teikna þær og birta þær og að sökin á látunum liggi hjá Dönum.

Ætli þetta sé líka skoðun Hugleiks? Ef svo er þá er hann í raun að fara þess á leit að hann verði ritskoðaður sjálfur.

PS. Í eftirmála segja ritstjórar bókarinnar að þau hafi viljað láta búa til svo ógeðfelldar teiknimyndir að það myndi stuða Íslendinga. En svo datt þeim ekki í hug neitt sem væri nógu ógeðslegt og myndi hneyksla í alvörunni.

„Auðveldasta leiðin til að hreyfa við heilagleikakennd Íslendinga hefði sennilega verið að hæða þjóðþekkta Íslendinga á mjög napran hátt og klæmast með börn á myndunum. Sú hugmynd kviknaði til dæmis að teikna þjóðþekkta manneskju að misnota barnið sitt á einn eða annan hátt. Einnig bar á góma að hæðast að þjóðþekktu fólki sem ber ör eftir uppskurði á viðkvæmum stöðum og hylur þau með klæðnaði.“

Af hverju fóru þau ekki bara alla leið með þetta? Hugleikur má þó eiga að hann fer langleiðina þegar kirkjan og klámið er annars vegar.

Ég er reyndar ekki viss um nema þetta sé grín. Dönsku myndirnar fjalla um trúarbrögð – hugmyndir – hið eina sem hefði svipuð áhrif á íslandi væri þá gróft og nærgöngult persónuníð.

Vandinn með dönsku teiknimyndirnar er reyndar að þær eru ekkert sérlega stuðandi, enda bættu danskir múslimaleiðtogar öðrum myndum og grófari inn í möppurnar sem þeir fóru með til arabaheimsins þegar þeir voru að æsa upp hatursherferðina gegn Dönum. Ein var reyndar af frönskum grínleikara sem tók þátt í keppni um hver gæti best rýtt eins og svín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?