Þetta hlýtur að teljast fagnaðarefni. Ef eitthvað er að marka kenningar um hlýnun andrúmsloftsins hlýtur mikilvægi kjarnorkunnar að aukast mjög næstu áratugi. Umhverfisverndarsinnar sem eru á móti því sýna í raun mikið ábyrgðarleysi.
Sir David King, fyrrverandi vísindaráðgjafi bresku stjórnarinnar, heldur því fram að loftslagsbreytingar séu mesti vandi sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. Um leið segist hann óttast að marga umhverfisverndarsinna dreymi innst inni um að færa okkur aftur á 18. öld. En það er ekki framkvæmanlegt segir hann.
Við verðum að leita tæknilegra lausna og þar blasir við að kjarnorkan er bæði öflug og umhverfisvæn. Gamla slagorðið no nukes er alveg úrelt.