Fyrrverandi kona Sarkozys segir að hann sé óhæfur til að vera forseti.
Ég skil svosem alveg hvað hún er að fara. Mér hefur sýnst hann vera það sem er kallað borderline.
Samt er það svo að Sarko hefur hleypt lífi í frönsku þjóðina eftir deyfð Chirac tímans; hann er umdeildur en Frakkar bera höfuðið aðeins hærra eftir að hann tók við sem forseti.
Og nú er hann kominn í samband við réttnefnda femme fatale. Carla Bruni á mjög skrautlegan feril í karlamálum – meðal karla sem sagt er að hafi sængað hjá henni eru Mick Jagger og Eric Clapton.
Það er jafnvel hægt að segja að hún sé maneater, en ég held að það sé ekki í anda jafnréttis.