Það er afmæli 68 kynslóðarinnar í ár – 40 ára afmæli – 68 kynslóðin er komin á sjötugsaldurinn.
Það verður ábyggilega nóg af upprifjunum og uppgjörum vegna þessa.
Málið er hægt að nálgast með ýmsum hætti. Kannski var það 68 kynslóðin sem losaði okkur undan viðjum staðnaðra hefða; frelsaði konur undan oki karlaveldisins, leysti samkynhneigða undan fordómum, vann gegn gamalli stéttaskiptingu, opnaði skólakerfið, var boðberi frelsunar?
Eða kannski var það hún sem braut niður samfélagið, eyðilagði fjölskylduna, stuðlaði að útbreiðslu kynsjúkdóma, fjölgun einstæðra mæðra, aukinni fíkniefnaneyslu, útvötnun skólakerfisins, tileinkaði sér fáránlegar pólitískar hugmyndir, seldi sig svo nánast í heilu lagi sérgæsku og eigingirni neyslusamfélagsins?
Allt eftir því hvernig litið er að málið.