Þá er loks komið það sem hefur vantað á Íslandi – alvöru yfirvald í bókmenntalegum efnum.
Öllum álitamálum sem varða bókmenntirnar verður héðan í frá hægt að vísa í héraðsdóm Norðurlands og þar verða felldir úrskurðir.
Leirskáld þurfa ekki að kemba hærurnar. Það er jafnvel von að þeir verði dæmdir sem kunna ekki að ríma eða fara ógætilega með stuðla og höfuðstafi – enda dómarinn alkunnur smekkmaður á kveðskap og góður íslenskumaður.