Við fórum í gær í langan göngutúr um Bridgetown. Það var laugardagur og líf í tuskunum. Meðal annars rötuðum við inn á þennan ávaxta- og grænmetismarkað sem okkur þótti skemmtilegur. Sérstaklega vorum við hrifin af gömlu konunum. Þær eru ekki beint fallegar, en samt á sinn hátt svo undurfagrar.
Stórskornar í andlitinu, dálítið hörkulegar, en með svip sem getur orðið kíminn og góðlegur við minnsta augnatillit. Að sumu leyti virðast þær vera jafn fornar og mannkynið sjálft.
Og allar með þessa glæsilegu hatta.