fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Bókastuldur

Egill Helgason
Föstudaginn 4. janúar 2008 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er afskaplega skrítin frétt – um stórfelldan bókastuld úr stóru einkabókasafni.

Sá valinkunni sómamaður og forstjóri þess góða fyrirtækis Orkuveitunnar Hjörleifur Kvaran hefur þarna í frammi þungar ásakanir á hendur feðgunum Braga Kristjónssyni og Ara Gísla.

Þess er hins vegar hvergi getið hver sé þjófurinn, ekki einu sinni reynt að spá í það.

Orkuveituforstjórinn skautar framhjá þessu um leið og hann þjófkennir menn úti í bæ.

Hver er skýringin á því? Var brotist inn í safnið og bókunum stolið eða hafði einhver lykil? Ber þjófurinn skynbragð á bækur? Þekkir Hjörleifur þjófinn?

Annars hélt ég að bækur væru meira eða minna verðlausar núorðið – eða á leiðinni að verða það. Það er altént liðin tíð að fjöldi manna úti í bæ eigi stór bókasöfn. Nú er allt meira og minna einnota. Meira að segja meintum bókamanni eins og mér er sama þótt þetta sé mestallt í pappírskiljum.

Er kannski einn flötur á handritamálinu að Danir hafi verið dauðfegnir að losna við þetta drasl?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna