fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Ástæðulaust að bjarga húsunum

Egill Helgason
Föstudaginn 4. janúar 2008 19:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

preview.jpg

Húsin á Laugavegi 4-6 eru sjálf einskis virði eins og allir sjá sem ganga þar framhjá. Verðmæti þeirra – ef eitthvað er – felst í hugmynd um Reykjavík sem borg með lágreistum gömlum timburhúsum, borg þar sem er lögð rækt við sögulegt samhengi.

Þetta er virðingarverð hugmynd og nýtur mikils fylgis hjá fólki sem er duglegt við að gera sig gildandi í fjölmiðlum. En hún getur líka orðið að kæfandi rétttrúnaði sem felur í sér að ekki megi hrófla við neinu, hversu lélegt sem það er.

En af þessum sökum er fáránlegt að flytja húsin í Hljómskálagarðinn, burt úr hinu sögulega samhengi. Þar verður enn meira áberandi hvað húsin sjálf eru í raun ómerkileg. Þá er nær að flytja Árbæjarsafn með sínum merkilegu húsum niður að Tjörn.

Það sem þarf að fara að gera í skipulagi Miðbæjarins er einkum tvennt:

Í fyrra lagi að dregin verði skynsamleg lína milli þess sem er ástæða til að vernda og þess sem má hverfa – um þetta verður kannski ekki fullkomin sátt, en skrá af þessu tagi er nauðsynleg. Annars er hætt við að umræðan haldi áfram að vera jafn ruglingsleg og hún er – með upphrópunum um að allt eigi að rífa eins og undanfarið hafa heyrst.

Í öðru lagi að settar verði meginlínur um hvers konar hús megi byggja í gömlum hverfum. Þá er ekki bara átt við fornfrægar götur eins og Laugaveg, heldur líka hverfi þar sem ríkir samræmi í húsagerðarlist sem helst má ekki skemma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna