Einn vandinn við biskupinn yfir Íslandi er hvað hann talar oft óskýrt. Hann vill sjálfsagt reyna að tala djarfmannlega, en þorir það samt ekki.
Það eru til dæmis þessi orð hans um að verið sé að ræna karlmenn karlmennskunni.
Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvað hann er að fara.
Ekki grænan grun.