Áramótapartí og allt svoleiðis tilstand er snögglega dottið úr tísku. Enginn vill láta bendla sig við svoleiðis. Það er óhugsandi að haldið yrði partí eins og fyrir nokkrum árum þegar auðkýfingar kepptust við að bjóða milljónir í ómálað málverk eftir Hallgrím Helgason.
Það verður ekki dansað í Perlunni á nýju ári. Gala kjólar eru óseldir á herðatrjám verslana.
Helst að maður horfi til Ármanns bankastjóra í London. Heimildir herma að Spice Girls muni koma fram í áramótaveislunni hans.