Sextíu og átta kynslóðin er að skríða yfir á sjötugsaldurinn og það fer að styttast í að hún mæti á elliheimilin.
Þessi margumtalaða kynslóð er greinilega farin að finna fyrir aldrinum því árlegu nýarsballi hennar hefur verið aflýst. Skallapoppararnir í Pops sem hafa leikið þar fyrir dansi verða á Kringlukránni eftir áramótin.
Þar þarf heldur ekki að dansa; bara hægt að sitja úti í horni og hugga sig yfir bjór.