Tvö listaverk hafa mér þótt áhugaverðust um þessi jól.
Annars vegar stuttmyndin Bræðrabylta sem sýnd var í sjónvarpinu í gær og fjallar um ástir tveggja glímumanna úr sveit. Bráðsniðug mynd – miklu betri en Brokeback Mountain, önnur kvikmynd sem fjallar um ástir karlmanna úr sveit.
Svo er það Himnaríki og helvíti sem ég hafði farið yfir á hundavaði í haust en las af meiri nákvæmni yfir hátíðina. Þetta er að sönnu glæsilegur texti hjá Jóni Kalmann og sagan er spennandi. Um leið er þetta furðu gamaldags – og mjög bókmenntalegt – mér varð á að hugsa að það væri aðeins of mikill Hagalín í fyrri hluta sögunnar og fullmikill Hamsun í síðari hlutanum.
En flott samt.