fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Orkubólan

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. október 2007 10:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er farin að vera spillingarlykt af þessu Reykjavik Energy Invest dæmi – þegar valdir starfsmenn Orkuveitunnar eiga að fá forkaupsrétt á hlutum í félaginu. Ég hef áður sagt að einn tilgangurinn með þessum tilfæringum sé að geta borgað mönnum eins og Guðmundi Þóroddssyni hærra kaup – gera þá að einhverju meiru en opinberum starfsmönnum. Nú segir Guðmundur að hugmyndin sé að „skerpa tenginguna milli hagsmuna fyrirtækisins og þeirra sem það starfa“.

Vandinn er bara sá að Orkuveita Reykjavíkur er fyrirtæki í eigu borgaranna – ekki Guðmundar og félaga. Og hlutur Orkuveitunnar í REI er líka í opinberri eigu.

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins logar í deilum vegna þessa ævintýris – það væri reyndar gaman ef fjölmiðlarnir gæfu andstöðunni við þetta andlit, segðu okkur hverjir eru á móti. Er það Gísli? Kjartan Magnússon? Hanna Birna?

Ein spurningin er auðvitað hvað hið nýja fyrirtæki sé að fara að gera? Ég hef ekki séð neitt sem hönd er á festandi um framtíðarverkefni REI – eru til dæmis komnir einhverjir erlendir samningar eða er þetta bara heimaleikfimi enn sem komið er? Það sem Geysir Green Energy leggur inn í fyrirtækið er aðallega Hitaveita Suðurnesja sem var keypt á því sem telst fáránlegt yfirverð. Svo eru þarna Jarðboranir. Annars eru það bara gömlu veiturnar sem eru hin raunverulegu verðmæti í dæminu.

Mest hætta á pólitískri spillingu er þegar stjórnmálamenn eru komnir á kaf í viðskipti með einkaaðilum og þegar þeir fara að umgangast opinbert fé eins og það sé þeirra eigið. Gleyma því að þeir eru einungis kjörnir fulltrúar, vörslumenn. Það má vera að séu mikil tækifæri í orkuútrásinni – en það er of margt sem orkar tvímælis við tilurð þessa fyrirtækis og tilgang þess.

Einfaldast væri auðvitað að einkavæða Orkuveitu Reykjavíkur. Þar með yrði þessu fjármagni gefið frelsi. En um það næst líklega ekki pólitísk samstaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur